The Project Gutenberg EBook of Mjallhvít, by Anonymous This eBook is for the use of anyone anywhere at no cost and with almost no restrictions whatsoever. You may copy it, give it away or re-use it under the terms of the Project Gutenberg License included with this eBook or online at www.gutenberg.org Title: Mjallhvít Æfintýri handa börnum Author: Anonymous Translator: M. Grímsson Release Date: October 10, 2005 [EBook #16846] Language: Icelandic Character set encoding: ISO-8859-1 *** START OF THIS PROJECT GUTENBERG EBOOK MJALLHVÍT *** Produced by Jóhannes Birgir Jensson and the Project Gutenberg Online Distributed Proofreading Team MJALLHVÍT. ÆFINTÝRI HANDA BÖRNUM, MEÐ 17 MYNDUM. [Illustration] M. GRÍMSSON hefur íslenzkað. KAUPMANNAHÖFN. Á kostnað E. Jónssonar.--Prentað hjá Louis Klein. 1852. * * * * * Það var einu sinni um hávetur í ákafri snjókomu, að drottning nokkur sat við gluggann í höllinni sinni, og var að sauma. En gluggagrindin var úr hrafnsvörtu "íbenholti"[1]. Henni varð þá litið út um gluggann á mjöllina, sem hlóðst niður í gluggatóptina, og sem var svo drifthvít að það var undur. Hún stakk sig þá á nálinni í fingurinn, svo að það hrutu niður fá-einir blóðdropar á gluggakistuna. En þegar hún sá, hversu hið rauða var fagurt hjá drifthvítri mjöllinni, þá hugsaði hún með sjálfri sjer: "Það vildi jeg að jeg ætti mjer svo lítið barn, eins hvítt og mjöll, eins rautt og blóð, og eins svart og gluggagrindin sú arna." [Footnote 1: Eins konar trje.] [Illustration] Skömmu síðar eignaðist drottningin ofur-litla dóttur, sem var eins hörundsbjört og mjöll, eins fagurrjóð og blóð, og eins hrafnsvört á hár eins og "íbenholt". Af þessu var hún kölluð _Mjallhvít_. En stuttu eptir fæðingu hennar andaðist drottningin, móðir hennar. Árið eptir tók konungurinn sjer aðra drottningu. Það var dáindis fríð kona, en ákaflega drambsöm. Hún gat ekki vitað það, að neinn kvennmaður væri sjer fríðari. Þessi nýja drottning átti sjer fáránlegan spegil, sem hún var vön að skoða sig í, og segja: [Illustration] "Spegill, spegill, herm þú: hver hjer á landi fríðust er!" Og af því að hún vissi, að spegillinn fór aldrei með ósannindi, þá var hún ánægð, þegar hann sagði: "Frú mín, drottning, fegri þjer finnst ei nein á landi hjer!" En Mjallhvít konungsdóttir óx upp og varð einatt fríðari, og þegar hún var orðin 7 ára gömul, þá bar hún af öllum konum, og var miklu fríðari en drottningin, stjúpa hennar. Þá var það einu sinni sem optar, að drottningin gekk að speglinum og mælti: "Spegill, spegill, herm þú: hver hjer á landi fríðust er!" Þá svaraði spegillinn, og sagði: "Frú mín, drottning, fríð sem engill þú er, en af þjer samt hún Mjallhvít í fríðleika ber!" Þegar drottning heyrði þetta, þá varð henni bilt mjög við, og fölnaði upp af öfund og reiði. Upp frá þeirri stundu gat hún aldrei litið Mjallhvít rjettu auga; svo var henni illa við barnið. Öfund og drambsemi lögðust nú svo þungt á hina vondu konu, að hún ætlaði að sálast, og hafði engan stundlegan frið, hvorki dag nje nótt. Hún kallaði þá loks fyrir sig einn af veiðimönnum konungs og sagði: "Far þú með hana Mjallhvít litlu langt út á skóg; því jeg get ekki horft á hana framar. Þar skalt þú drepa hana, og færa mjer úr henni lifur og lungu til merkis um, að þú hafir gjört eins og jeg sagði þjer." [Illustration] Veiðimaðurinn fór þá á stað með Mjallhvít, og þegar hann kom út á skóginn, dróg hann sverð sitt úr sliðrum, og ætlaði að reka hana í gegn með því. Hún fjell þá á knje fyrir honum, spennti greipar, leit á hann, biðjandi vonaraugum og sagði: "Æ, góði vin, gef þú mjer líf; jeg skal þá hlaupa út á skóg og aldrei koma heim aptur í ríkið." Veiðimaðurinn komst þá við, kenndi í brjósti um hana og sagði: "Hlauptu þá undir eins burtu hjeðan, vesalingur!" Villudýrin verða ekki lengi að rífa hana í sig, hugsaði hann, og þó fannst honum, eins og að það væri velt steini frá hjartanu á sjer, að þurfa ekki að drepa hana sjálfur. Í sama bili kom þar að ungur villigöltur hlaupandi, sem veiðimaðurinn drap. Hann tók úr honum lifrina og lungun og færði drottningu þau til sannindamerkis um það, hversu vel hann hefði framkvæmt boð hennar. [Illustration] Eldamaður drottningar varð nú þegar að matreiða lifrina og lungun, og hin vonda drottning borðaði þau í þeirri trú, að það væri lifur og lungu Mjallhvítar. Hún var svo viss um þetta, að hún hirti alls ekki um að leita frjetta hjá töfraspeglinum sínum; því hún þóttist viss um, að nú væri hún fríðasta konan á landinu. Veiðimanninum gaf hún ærna peninga fyrir handarvikið, og til þess að þegja yfir ódæðisverkinu. En nú er að segja frá Mjallhvít, þar sem hún var alein úti á skóginum. Hjarta hennar var fullt af angist og kvíða; því hún sá sjer engrar bjargar von, vesalingur. Hún fór þá að hlaupa, og hljóp í dauðans ofboði yfir hvað sem fyrir varð, eggjagrjót og urðir. Villudýrin hlupu fram hjá henni og allt í kring um hana, en gjörðu henni ekkert mein. Hún hljóp sem fætur toguðu þangað til um kveldið; þá sá hún ofurlítið hús, og inn í það fór hún til þess að hvíla sig. Inni í húsinu var allt lítið, en svo snoturt og þrifalegt, að það var hin mesta snilld. Þar stóð borð með drifthvítum dúki á og sjö diskum. Við hvern disk lá ofur-lítill spónn, hnífur og gaffall, og sitt vínstaupið stóð hjá hverjum þeirra. Við vegginn stóðu sjö dálítil rúm, hvert við hliðina á öðru, og voru sængurklæðin öll saman mjallhvít. [Illustration] Af því að Mjallhvít var nú orðin bæði þyrst og svöng, þá borðaði hún sinn munnbitann af hverjum diski, og drakk sinn dropann úr hverju staupi; því hún vildi ekki taka allt frá neinum einum. Þegar hún var búin að þessu, lagði hún sig upp í það rúmið, sem næst henni stóð, og ætlaði að hvíla sig; því hún var ákaflega göngumóð og lúin. En rúmið var henni ekki mátulegt, svo hún reyndi hið næsta, og fór það eins. Síðan reyndi hún hvert að öðru, og loksins var hið sjöunda rúmið mátulega stórt fyrir hana. Hún lagðist þá niður í það, las kveldbænirnar sínar og sofnaði. Þegar dimmt var orðið komu þeir heim, sem húsið áttu, en það voru sjö dvergar, sem lifðu af því, að grafa upp úr fjöllunum gull og silfur. Dvergarnir kveiktu sjö ofur-lítil ljós, og þegar birti í húsinu, sáu þeir undir eins, að þar hafði einhver komið ókunnugur; því þar var ekki allt í þeirri röð og reglu, sem þeir áttu von á. Hinn fyrsti sagði: "Hver hefur sezt á stólinn minn?" Hinn annar: "Hver hefur borðað af diskinum mínum?" Hinn þriðji: "Hver hefur bitið í brauðið mitt?" Hinn fjórði: "Hver hefur smakkað á suflinu mínu?" Hinn fimmti: "Hver hefur farið með gaffalinn minn?" Hinn sjötti: "Hver hefur skorið með hnífnum mínum?" Hinn sjöundi: "Hver hefur sopið á staupinu mínu?" Þá leit hinn fyrsti við, og sá að rúmið sitt var bælt. "Hver hefur lagzt í rúmið mitt?" segir hann. Þá spruttu upp allir dvergarnir, og litu hver á sitt rúm og sögðu hver fyrir sig: "Sko, einhver hefur farið upp í mitt rúm og bælt það niður!" En þegar hinn sjöundi gætti í sitt rúm, sá hann Mjallhvít liggja þar og sofa. Hann kallaði þá á lagsmenn sína, og er þeir sáu hvað um var að vera, þá hljóðuðu þeir upp yfir sig af undran og gleði. Þeir komu með öll sjö litlu ljósin, og skoðuðu Mjallhvít í krók og í kring. "Nei, nei,"--sögðu þeir--"en hvað það er fallegt barnið að tarna!" Og litlu dvergarnir hoppuðu upp af gleði, en vöruðust þó að vekja Mjallhvít, og ljetu hana sofa í næði í litla rúminu. Hinn sjöundi dvergur svaf um nóttina hjá lagsmönnum sínum, eina stund hjá hverjum--og þá var nóttin á enda. Þegar Mjallhvít vaknaði morguninn eptir, þá varð henni kynlega við, þegar hún sá alla sjö litlu dvergana. En þeir voru ósköp góðir við hana og sögðu: "Hvað heitir þú?"--"Jeg heiti Mjallhvít."--Þá spurðu dvergarnir hana að, hvernig hún hefði þangað komizt, en Mjallhvít sagði þeim allt eins og var, um vondu stjúpuna, og veiðimanninn, sem gaf henni lífið. Hún sagði þeim frá því, hvað hún hefði hlaupið langan, langan veg, þangað til að hún hefði á endanum fundið húsið. Þá sögðu dvergarnir: "Ef þú vilt verða bústýran okkar, búa um rúmin okkar, sauma, þvo og prjóna, og halda öllu hreinu og fáguðu, sem í húsinu er, þá mátt þú vera hjá okkur, og þig skal ekki bresta neitt." Mjallhvít gekk að þessum kostum, og tók undir eins til starfa. Dvergarnir fóru á hverjum morgni í bítið út í fjöllin að grafa upp gull og silfur. En þegar þeir komu heim á kveldin, þá varð allt að vera í sinni rjettu röð og reglu heima fyrir. Á daginn var Mjallhvít jafnan ein heima. Þess vegna sögðu dvergarnir við hana: "Varaðu þig á henni stjúpu þinni; hún kemst bráðum að hvar þú ert; þú mátt þess vegna aldrei nokkurn tíma hleypa neinum manni inn fyrir dyrnar, þegar þú ert alein heima." Nú víkur sögunni heim aptur í konungsríkið, þar sem hin vonda drottning þóttist hafa borðað lifur og lungu Mjallhvítar. Henni kom ekki annað í hug, en að nú væri hún þó lang-fríðust allra kvenna á landinu, svo það var í gleði sinni að hún gekk einu sinni til spegilsins, og sagði: [Illustration] "Spegill, spegill, herm þú: hver hjer á landi fríðust er!" Þá svaraði spegillinn: "Frú mín, drottning, fríðust ert þú, fríðari öllum, sem hjer eru nú; en Mjallhvít, sem fór yfir fjöllin þau sjö, og fæðist nú upp hjá þeim dvergunum sjö, er þúsund-falt fríðari en þú!" Við þessa óvæntu fregn brá drottningu heldur en ekki í brún; því hún sá nú, að veiðimaðurinn hafði prettað sig, og að Mjallhvít var enn á lífi. Og þegar hún vissi nú, hvar hún var niður komin, þá hugsaði hún ekki um neitt annað en það, hvernig hún fengi ráðið hana af dögum; því nú hafði hún engan frið í sínum beinum fyrir öfund og reiði yfir því, að hún var ekki fríðust allra á landinu. En til þess að áformið mistækist nú ekki, rjeði hún af, að vinna að því með eigin hendi. Þetta var samt enginn hægðarleikur; því nú mátti enginn maður vita af. Eptir langa umhugsan rjeði drottning það af á endanum að lita sig í framan, afmynda sig, og taka á sig gerfi gamallar sölukerlingar. Í þessum ham var engum lifandi manni unnt að þekkja hana, og svona kom hún til dvergabæjarins. Mjallhvít var þá ein heima, þegar kerling barði að dyrum, og sagði: [Illustration] "Góðan varning! gott verð!" Mjallhvít lauk upp glugganum, leit út og sagði: "Sæl og blessuð, kona góð! Hvað hafið þjer á boðstólum?"--"Góðan varning, fallegan varning!" segir kerling. "Jeg hef allavega lit mittisbönd." Síðan tók hún upp grænt silkiband og sýndi henni. Þá hugsaði Mjallhvít með sjálfri sjer: "Þessari konu má jeg án efa lofa inn; hún er ráðvönd og siðsöm, og hefur ekkert íllt í huga." Hún lauk þá upp bæjardyrunum og keypti græna silkibandið.--"Bíddu við, barnið gott!"--segir kerlingin--"hvernig fer mittisbandið á þjer. Komdu, jeg skal láta það á þig, eins og það á að vera."--Mjallhvít fór þá í grannleysi til hennar og ljet hana binda um sig nýja bandinu fallega. En kerling var þá eigi handsein og reyrði svo fast að Mjallhvít, að hún náði ekki andanum, og datt eins og dauð niður. "Nú er fríðleikinn þinn farinn", sagði kerling, og skundaði heim til sín. Skömmu eptir komu dvergarnir heim, og urðu þá hræddir mjög, er þeir fundu sína ástkæru Mjallhvít örenda á gólfinu. [Illustration] Þeir tóku hana upp og sáu þegar, að hún var mikils til ofstrengd um mittið. þeir sprettu af henni klæðunum og skáru á mittisbandið, og raknaði þá Mjallhvít brátt við aptur. En þegar dvergarnir heyrðu hvernig á stóð, sögðu þeir: "Hin gamla sölukona hefur engin önnur verið en drottningin, stjúpa þín. Varaðu þig, Mjallhvít, og lofaðu engum lifandi manni inn til þín, þegar þú ert ein heima." En þegar hin vonda kona var heim komin, gekk hún að speglinum, hróðug mjög í huga, og segir: "Spegill, spegill, herm þú: hver hjer á landi fríðust er!" Þá svaraði spegillinn, og sagði: "Frú mín drottning, fríðust ert þú, fríðari öllum sem hjer eru nú; en Mjallhvít, sem fór yfir fjöllin þau sjö, og fæðist nú upp hjá þeim dvergunum sjö, er þúsund-falt fríðari en þú!" Þegar drottningin heyrði þetta, þá varð hún svo reið, að þá lá við að hún fjelli í ómegin; því hún sá, að Mjallhvít var enn á lífi. Hún fór þá aptur að hugsa sjer upp ráð til þess, að stytta henni aldur, og bjó nú til svo baneitraða hárgreiðu, að hver sem greiddi sjer með henni varð að deyja. Síðan tók hún að nýju á sig gerfi gamallar konu, en allt öðruvísi en hið fyrra skiptið, og gekk til dvergabæjarins í skóginum. Þar barði hún að dyrum og sagði: [Illustration] "Góðan varning, gott verð!" Mjallhvít leit út um gluggann og mælti: "Jeg má ekki lofa neinum lifandi manni inn í bæinn." Þá segir kerling: "Sko, eru þetta ekki fallegar hárgreiður?" og um leið sýndi hún henni eitruðu greiðuna. Mjallhvít leizt svo vel á greiðuna, að hún lauk upp bæjarhurðinni, og keypti hana. Þá segir kerling: "Má jeg ekki greiða þjer, barnið gott?" Mjallhvít komu engin svik í hug, og kerling var þegar farin að greiða henni. Fjell hún þá undir eins dauð niður; því svo var eitrið í greiðunni magnað. "Nú vona jeg að það verði bið á því, að þú lifnir við aptur," sagði kerling, og skundaði heim til sín. En það vildi svo vel til, að dvergarnir komu þá heim í sömu svifunum. Þegar þeir sáu hvernig komið var, grunaði þá undir eins, að það mundi vera af völdum hinnar vondu drottningar. Þeir leituðu á Mjallhvít, og fundu loksins eitruðu greiðuna í hári hennar því drottning hafði látið hana vera þar kyrra til þess ab eitrið úr henni neytti sín betur. Þeir tóku greiðuna burtu, og raknaði Mjallhvít þá bráðum við aptur. Þegar hún var komin til sjálfrar sín, sagði hún dvergunum upp alla sögu, en þeir áminntu hana enn, og bönnuðu henni strengilega að ljúka bænum upp fyrir nokkrum, sem þangað kæmi á daginn. Þegar drottningin kom heim, gekk hún fyrir spegilinn, hróðug í huga, og segir: [Illustration] "Spegill, spegill, herm þú: hver hjer á landi fríðust er!" Þá svaraði spegillinn og sagði: "Frú mín, drottning, fríðust ert þú, fríðari öllum, sem hjer eru nú; en Mjallhvít, sem fór yfir fjöllin þau sjö, og fæðist nú upp hjá þeim dvergunum sjö, er þúsund-falt fríðari en þú!" Þegar drottning heyrði það ætlaði hún að rifna af reiði og illsku, og sagði með heiptarhuga: "Mjallhvít skal deyja, hvað sem hver segir, og hvað sem það kostar!" Síðan gekk hún inn í afhús eitt, sem enginn kom inn í nema hún, og bjó þar til ógnarlega eitrað epli. Það var harla fagurt á að líta, og girnilegt mjög að borða; en það var baneitrað öðrumegin. Þegar eplið var til búið, þá breytti drottning andlitslit sínum og andlitslagi, og bjó sig eins og bóndakonu. Þannig út búin fór hún á stað, og gekk til dvergabæjarins. Þar barði hún að dyrum. Mjallhvít leit út um gluggann og segir: "Jeg má ekki leyfa neinum manni að koma hjer inn fyrir dyr; því dvergarnir hafa harðlega bannað það." "Það er öldungis rjett gjört, barnið gott!"--segir kerling.--"Margur er maðurinn, og hver veit nema hingað kæmi einhver óráðvandur, sem ætlaði að gjöra þjer eitthvað íllt. En þjer er óhætt að lofa mjer að koma inn til þín; því jeg ætla ekki að gjöra þjer neitt íllt." "Dvergarnir hafa bannað mjer það, og jeg leyfi engum inn, hversu fallega sem hann talar," segir Mjallhvít. [Illustration] "Þá það!" segir kerling. "Við erum eins góðir vinir fyrir það, þó jeg fái ekki að koma inn til þín í bæinn. Jeg er ekki hrædd um, að eplin min gangi ekki út, þó þú kaupir þau ekki. En, heyrðu, þarna er eitt epli, sem jeg ætla að gefa þjer."--"Nei, jeg vil það ekki," segir Mjallhvít.--"Ha, ha! þú ert þó aldrei hrædd um að það sje óætt eða eitrað, vænti jeg," segir kerling. "Sko, jeg ætla þá sjálf að borða helminginn af því, svo þú getir ímyndað þjer, hvort hinn helmingurinn muni vera nokkurt óæti." En eplið var svo kænlega til búið, að það var ekki nema hálft eitrað. Mjallhvít gat nú ekki staðið það af sjer að borða hinn fagurrauða eplishelming, þegar hún sá, að kerlingin hikaði sjálf ekki við að borða hinn helminginn af því. Hún tók við því og beit í það, en óðar en hún var búin að renna niður fyrsta munnbitanum, hreif eitrið á hana, svo að hún datt niður á gólfið eins og dauð. Þá var hinni vondu konu skemmt, og hún sagði: "Nú þykir mjer gaman að vita, hvenær þú raknar við aptur." Síðan skundaði hún heim aptur í ríkið sitt, gekk fyrir spegilinn til þess að svala gleði sinni, og sagði hróðug í huga: "Spegill, spegill, herm þú: hver hjer á landi fríðust er!" Þá svaraði spegillinn: "Frú mín, drottning, fegri þjer finnst ei nein á landi hjer!" Nú var hin vonda kona ánægð; hún var svo ánægð með sjálfri sjer, sem slíkri konu er framast unnt að vera. En þegar dvergarnir komu heim til sín um kveldið, þá fundu þeir Mjallhvít örenda á gólfinu. [Illustration] Þeir hófu hana á lopt, leituðu á henni að eitri, leystu af henni mittisbandið, þvoðu hana alla upp, greiddu hár hennar, og reyndu allt, sem þeim datt í hug, en það var allt saman til einskis. Mjallhvít raknaði ekki við; því hún var dáin. Þá lögðu dvergarnir hana til, settust allir sjö niður hjá líkinu og grjetu yfir því í samfleytta þrjá daga. Þá ætluðu þeir að jarða Mjallhvít. En hún leit svo vel út, og hafði enn tapað sjer svo lítið, að það var ekki annað sjáanlegt, en að hún svæfi. "Það er ógjörningur að leggja hana Mjallhvít, svona fríða og fallega, niður í hið dimma skaut jarðarinnar" sögðu dvergarnir. Þeir ljetu þá smíða utan um hana gagnsæa krystalls-líkkistu. Þar lögðu þeir Mjallhvít í, rituðu nafn hennar og það, að hún væri konungsdóttir, með gullstöfum á kistulokið. Síðan settu þeir kistuna út á fjallið, og gættu hennar. Fuglarnir komu þar og að, og syrgðu hina fríðu mey, fyrst uglan, svo hrafninn og seinast dúfan. [Illustration] Mjallhvít lá nú lengi, lengi í kistunni og rotnaði ekki, heldur leit hún allt af svo út, eins og hún væri lifandi og svæfi. Hún var enn hvít eins og mjöll, rauð eins og blóð, og svört eins og "íbenholt." Þá bar svo til einu sinni, að konungssonur nokkur, sem þar var á dýraveiðum í skóginum, kom til dvergabæjarins, og bað um næturgistingu. Konungssonurinn sá þá kistuna á fjallinu og Mjallhvít þar í, og hann las gullletrið á lokinu. Þá sagði hann við dvergana: "Látið mig fá kistuna með henni Mjallhvít í; jeg skal borga hana eins og upp á er sett."--En dvergarnir sögðu: "Vjer látum hana ekki fyrir allt gull og gersemar heimsins."--Þá sagði konungssonurinn: "Gefið mjer hana þá; því jeg get ekki lifað án hennar Mjallhvítar. Jeg ætla að fara með hana eins og dýrmætasta hlutinn í eigu minni." Þegar dvergarnir heyrðu þetta, aumkuðust þeir yfir hann og gáfu honum krystalls-líkkistuna með Mjallhvít í. Konungssonurinn varð þá svo feginn, að hann hoppaði upp af gleði, og ljet menn sína bera hana burtu þaðan á herðunum. En það vildi svo til, þegar þeir báru kistuna niður af fjallinu, að þeim skrikaði fótur, og við hristinginn, sem þá kom á kistuna, hrökk eplisbitinn upp úr hálsinum á Mjallhvít; því hún hafði aldrei rennt honum niður. Mjallhvít lifnaði þá undir eins við aptur, og settist upp í kistunni. [Illustration] Þá sagði hún: "Guð hjálpi mjer! hvar er jeg?" En konungssonurinn rjeði sjer varla fyrir gleði og segir: "Þú ert hjá mjer!" Síðan sagði hann henni upp alla söguna, eins og dvergarnir höfðu sagt honum hana, og mælti: "Jeg elska þig meira en allt annað i heiminum; kom þú nú heim með mjer í ríkið mitt, og svo skalt þú verða konan mín." Mjallhvít fjekk nú bráðum góðan þokka á konungssyninum, og síðan var allt búið undir brúðkaup þeirra. Meðal þeirra, sem boðnir voru til brúðkaupsins, var drottningin, stjúpa Mjallhvítar. Þegar hún var búin að búa sig svo vel sem hún gat, og hlaða utan á sig gulli og gimsteinum, þá gekk hún fyrir spegilinn og mælti: [Illustration] "Spegill, spegill, herm þú: hver hjer à landi fríðust er!" Þá svaraði spegillinn: "Frú mín, drottning, fríð eins og engill þú er, en af þjer samt í fríðleika hin unga drottning ber!" Þegar drottningin heyrði þetta, varð hún öldungis hamslaus af hræðslu og bræði, og var komin á fremsta hlunn með að hætta að fara til brúðkaupsins. En öfundin rak hana áfram, og hún gat ekki á sjer setið, að sjá þó þessa nýju drottningu. En þegar hún kom inn í veizlusalinn, var hún nærri því liðin í óvit af ótta; því hún sá, að hin unga drottning var engin önnur en Mjallhvít.--En þar stóðu járnskór á eldinum, og þegar þeir voru orðnir hvítglóandi, þá varð hin gamla drottning að setja þá upp, og dansa á þeim, þangað til hún datt dauð niður. Það voru launin, sem hún fjekk fyrir alla meðferðina á Mjallhvít. [Illustration] End of the Project Gutenberg EBook of Mjallhvít, by Anonymous *** END OF THIS PROJECT GUTENBERG EBOOK MJALLHVÍT *** ***** This file should be named 16846-8.txt or 16846-8.zip ***** This and all associated files of various formats will be found in: https://www.gutenberg.org/1/6/8/4/16846/ Produced by Jóhannes Birgir Jensson and the Project Gutenberg Online Distributed Proofreading Team Updated editions will replace the previous one--the old editions will be renamed. Creating the works from public domain print editions means that no one owns a United States copyright in these works, so the Foundation (and you!) can copy and distribute it in the United States without permission and without paying copyright royalties. Special rules, set forth in the General Terms of Use part of this license, apply to copying and distributing Project Gutenberg-tm electronic works to protect the PROJECT GUTENBERG-tm concept and trademark. Project Gutenberg is a registered trademark, and may not be used if you charge for the eBooks, unless you receive specific permission. If you do not charge anything for copies of this eBook, complying with the rules is very easy. You may use this eBook for nearly any purpose such as creation of derivative works, reports, performances and research. They may be modified and printed and given away--you may do practically ANYTHING with public domain eBooks. Redistribution is subject to the trademark license, especially commercial redistribution. *** START: FULL LICENSE *** THE FULL PROJECT GUTENBERG LICENSE PLEASE READ THIS BEFORE YOU DISTRIBUTE OR USE THIS WORK To protect the Project Gutenberg-tm mission of promoting the free distribution of electronic works, by using or distributing this work (or any other work associated in any way with the phrase "Project Gutenberg"), you agree to comply with all the terms of the Full Project Gutenberg-tm License (available with this file or online at https://gutenberg.org/license). Section 1. General Terms of Use and Redistributing Project Gutenberg-tm electronic works 1.A. By reading or using any part of this Project Gutenberg-tm electronic work, you indicate that you have read, understand, agree to and accept all the terms of this license and intellectual property (trademark/copyright) agreement. If you do not agree to abide by all the terms of this agreement, you must cease using and return or destroy all copies of Project Gutenberg-tm electronic works in your possession. If you paid a fee for obtaining a copy of or access to a Project Gutenberg-tm electronic work and you do not agree to be bound by the terms of this agreement, you may obtain a refund from the person or entity to whom you paid the fee as set forth in paragraph 1.E.8. 1.B. "Project Gutenberg" is a registered trademark. It may only be used on or associated in any way with an electronic work by people who agree to be bound by the terms of this agreement. There are a few things that you can do with most Project Gutenberg-tm electronic works even without complying with the full terms of this agreement. See paragraph 1.C below. There are a lot of things you can do with Project Gutenberg-tm electronic works if you follow the terms of this agreement and help preserve free future access to Project Gutenberg-tm electronic works. See paragraph 1.E below. 1.C. The Project Gutenberg Literary Archive Foundation ("the Foundation" or PGLAF), owns a compilation copyright in the collection of Project Gutenberg-tm electronic works. Nearly all the individual works in the collection are in the public domain in the United States. If an individual work is in the public domain in the United States and you are located in the United States, we do not claim a right to prevent you from copying, distributing, performing, displaying or creating derivative works based on the work as long as all references to Project Gutenberg are removed. Of course, we hope that you will support the Project Gutenberg-tm mission of promoting free access to electronic works by freely sharing Project Gutenberg-tm works in compliance with the terms of this agreement for keeping the Project Gutenberg-tm name associated with the work. You can easily comply with the terms of this agreement by keeping this work in the same format with its attached full Project Gutenberg-tm License when you share it without charge with others. 1.D. The copyright laws of the place where you are located also govern what you can do with this work. Copyright laws in most countries are in a constant state of change. If you are outside the United States, check the laws of your country in addition to the terms of this agreement before downloading, copying, displaying, performing, distributing or creating derivative works based on this work or any other Project Gutenberg-tm work. The Foundation makes no representations concerning the copyright status of any work in any country outside the United States. 1.E. Unless you have removed all references to Project Gutenberg: 1.E.1. The following sentence, with active links to, or other immediate access to, the full Project Gutenberg-tm License must appear prominently whenever any copy of a Project Gutenberg-tm work (any work on which the phrase "Project Gutenberg" appears, or with which the phrase "Project Gutenberg" is associated) is accessed, displayed, performed, viewed, copied or distributed: This eBook is for the use of anyone anywhere at no cost and with almost no restrictions whatsoever. You may copy it, give it away or re-use it under the terms of the Project Gutenberg License included with this eBook or online at www.gutenberg.org 1.E.2. If an individual Project Gutenberg-tm electronic work is derived from the public domain (does not contain a notice indicating that it is posted with permission of the copyright holder), the work can be copied and distributed to anyone in the United States without paying any fees or charges. If you are redistributing or providing access to a work with the phrase "Project Gutenberg" associated with or appearing on the work, you must comply either with the requirements of paragraphs 1.E.1 through 1.E.7 or obtain permission for the use of the work and the Project Gutenberg-tm trademark as set forth in paragraphs 1.E.8 or 1.E.9. 1.E.3. If an individual Project Gutenberg-tm electronic work is posted with the permission of the copyright holder, your use and distribution must comply with both paragraphs 1.E.1 through 1.E.7 and any additional terms imposed by the copyright holder. Additional terms will be linked to the Project Gutenberg-tm License for all works posted with the permission of the copyright holder found at the beginning of this work. 1.E.4. Do not unlink or detach or remove the full Project Gutenberg-tm License terms from this work, or any files containing a part of this work or any other work associated with Project Gutenberg-tm. 1.E.5. Do not copy, display, perform, distribute or redistribute this electronic work, or any part of this electronic work, without prominently displaying the sentence set forth in paragraph 1.E.1 with active links or immediate access to the full terms of the Project Gutenberg-tm License. 1.E.6. You may convert to and distribute this work in any binary, compressed, marked up, nonproprietary or proprietary form, including any word processing or hypertext form. However, if you provide access to or distribute copies of a Project Gutenberg-tm work in a format other than "Plain Vanilla ASCII" or other format used in the official version posted on the official Project Gutenberg-tm web site (www.gutenberg.org), you must, at no additional cost, fee or expense to the user, provide a copy, a means of exporting a copy, or a means of obtaining a copy upon request, of the work in its original "Plain Vanilla ASCII" or other form. Any alternate format must include the full Project Gutenberg-tm License as specified in paragraph 1.E.1. 1.E.7. Do not charge a fee for access to, viewing, displaying, performing, copying or distributing any Project Gutenberg-tm works unless you comply with paragraph 1.E.8 or 1.E.9. 1.E.8. You may charge a reasonable fee for copies of or providing access to or distributing Project Gutenberg-tm electronic works provided that - You pay a royalty fee of 20% of the gross profits you derive from the use of Project Gutenberg-tm works calculated using the method you already use to calculate your applicable taxes. The fee is owed to the owner of the Project Gutenberg-tm trademark, but he has agreed to donate royalties under this paragraph to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation. Royalty payments must be paid within 60 days following each date on which you prepare (or are legally required to prepare) your periodic tax returns. Royalty payments should be clearly marked as such and sent to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation at the address specified in Section 4, "Information about donations to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation." - You provide a full refund of any money paid by a user who notifies you in writing (or by e-mail) within 30 days of receipt that s/he does not agree to the terms of the full Project Gutenberg-tm License. You must require such a user to return or destroy all copies of the works possessed in a physical medium and discontinue all use of and all access to other copies of Project Gutenberg-tm works. - You provide, in accordance with paragraph 1.F.3, a full refund of any money paid for a work or a replacement copy, if a defect in the electronic work is discovered and reported to you within 90 days of receipt of the work. - You comply with all other terms of this agreement for free distribution of Project Gutenberg-tm works. 1.E.9. If you wish to charge a fee or distribute a Project Gutenberg-tm electronic work or group of works on different terms than are set forth in this agreement, you must obtain permission in writing from both the Project Gutenberg Literary Archive Foundation and Michael Hart, the owner of the Project Gutenberg-tm trademark. Contact the Foundation as set forth in Section 3 below. 1.F. 1.F.1. Project Gutenberg volunteers and employees expend considerable effort to identify, do copyright research on, transcribe and proofread public domain works in creating the Project Gutenberg-tm collection. Despite these efforts, Project Gutenberg-tm electronic works, and the medium on which they may be stored, may contain "Defects," such as, but not limited to, incomplete, inaccurate or corrupt data, transcription errors, a copyright or other intellectual property infringement, a defective or damaged disk or other medium, a computer virus, or computer codes that damage or cannot be read by your equipment. 1.F.2. LIMITED WARRANTY, DISCLAIMER OF DAMAGES - Except for the "Right of Replacement or Refund" described in paragraph 1.F.3, the Project Gutenberg Literary Archive Foundation, the owner of the Project Gutenberg-tm trademark, and any other party distributing a Project Gutenberg-tm electronic work under this agreement, disclaim all liability to you for damages, costs and expenses, including legal fees. YOU AGREE THAT YOU HAVE NO REMEDIES FOR NEGLIGENCE, STRICT LIABILITY, BREACH OF WARRANTY OR BREACH OF CONTRACT EXCEPT THOSE PROVIDED IN PARAGRAPH F3. YOU AGREE THAT THE FOUNDATION, THE TRADEMARK OWNER, AND ANY DISTRIBUTOR UNDER THIS AGREEMENT WILL NOT BE LIABLE TO YOU FOR ACTUAL, DIRECT, INDIRECT, CONSEQUENTIAL, PUNITIVE OR INCIDENTAL DAMAGES EVEN IF YOU GIVE NOTICE OF THE POSSIBILITY OF SUCH DAMAGE. 1.F.3. LIMITED RIGHT OF REPLACEMENT OR REFUND - If you discover a defect in this electronic work within 90 days of receiving it, you can receive a refund of the money (if any) you paid for it by sending a written explanation to the person you received the work from. If you received the work on a physical medium, you must return the medium with your written explanation. The person or entity that provided you with the defective work may elect to provide a replacement copy in lieu of a refund. If you received the work electronically, the person or entity providing it to you may choose to give you a second opportunity to receive the work electronically in lieu of a refund. If the second copy is also defective, you may demand a refund in writing without further opportunities to fix the problem. 1.F.4. Except for the limited right of replacement or refund set forth in paragraph 1.F.3, this work is provided to you 'AS-IS' WITH NO OTHER WARRANTIES OF ANY KIND, EXPRESS OR IMPLIED, INCLUDING BUT NOT LIMITED TO WARRANTIES OF MERCHANTIBILITY OR FITNESS FOR ANY PURPOSE. 1.F.5. Some states do not allow disclaimers of certain implied warranties or the exclusion or limitation of certain types of damages. If any disclaimer or limitation set forth in this agreement violates the law of the state applicable to this agreement, the agreement shall be interpreted to make the maximum disclaimer or limitation permitted by the applicable state law. The invalidity or unenforceability of any provision of this agreement shall not void the remaining provisions. 1.F.6. INDEMNITY - You agree to indemnify and hold the Foundation, the trademark owner, any agent or employee of the Foundation, anyone providing copies of Project Gutenberg-tm electronic works in accordance with this agreement, and any volunteers associated with the production, promotion and distribution of Project Gutenberg-tm electronic works, harmless from all liability, costs and expenses, including legal fees, that arise directly or indirectly from any of the following which you do or cause to occur: (a) distribution of this or any Project Gutenberg-tm work, (b) alteration, modification, or additions or deletions to any Project Gutenberg-tm work, and (c) any Defect you cause. Section 2. Information about the Mission of Project Gutenberg-tm Project Gutenberg-tm is synonymous with the free distribution of electronic works in formats readable by the widest variety of computers including obsolete, old, middle-aged and new computers. It exists because of the efforts of hundreds of volunteers and donations from people in all walks of life. Volunteers and financial support to provide volunteers with the assistance they need, is critical to reaching Project Gutenberg-tm's goals and ensuring that the Project Gutenberg-tm collection will remain freely available for generations to come. In 2001, the Project Gutenberg Literary Archive Foundation was created to provide a secure and permanent future for Project Gutenberg-tm and future generations. To learn more about the Project Gutenberg Literary Archive Foundation and how your efforts and donations can help, see Sections 3 and 4 and the Foundation web page at https://www.pglaf.org. Section 3. Information about the Project Gutenberg Literary Archive Foundation The Project Gutenberg Literary Archive Foundation is a non profit 501(c)(3) educational corporation organized under the laws of the state of Mississippi and granted tax exempt status by the Internal Revenue Service. The Foundation's EIN or federal tax identification number is 64-6221541. Its 501(c)(3) letter is posted at https://pglaf.org/fundraising. Contributions to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation are tax deductible to the full extent permitted by U.S. federal laws and your state's laws. The Foundation's principal office is located at 4557 Melan Dr. S. Fairbanks, AK, 99712., but its volunteers and employees are scattered throughout numerous locations. Its business office is located at 809 North 1500 West, Salt Lake City, UT 84116, (801) 596-1887, email business@pglaf.org. Email contact links and up to date contact information can be found at the Foundation's web site and official page at https://pglaf.org For additional contact information: Dr. Gregory B. Newby Chief Executive and Director gbnewby@pglaf.org Section 4. Information about Donations to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation Project Gutenberg-tm depends upon and cannot survive without wide spread public support and donations to carry out its mission of increasing the number of public domain and licensed works that can be freely distributed in machine readable form accessible by the widest array of equipment including outdated equipment. Many small donations ($1 to $5,000) are particularly important to maintaining tax exempt status with the IRS. The Foundation is committed to complying with the laws regulating charities and charitable donations in all 50 states of the United States. Compliance requirements are not uniform and it takes a considerable effort, much paperwork and many fees to meet and keep up with these requirements. We do not solicit donations in locations where we have not received written confirmation of compliance. To SEND DONATIONS or determine the status of compliance for any particular state visit https://pglaf.org While we cannot and do not solicit contributions from states where we have not met the solicitation requirements, we know of no prohibition against accepting unsolicited donations from donors in such states who approach us with offers to donate. International donations are gratefully accepted, but we cannot make any statements concerning tax treatment of donations received from outside the United States. U.S. laws alone swamp our small staff. Please check the Project Gutenberg Web pages for current donation methods and addresses. Donations are accepted in a number of other ways including including checks, online payments and credit card donations. To donate, please visit: https://pglaf.org/donate Section 5. General Information About Project Gutenberg-tm electronic works. Professor Michael S. Hart was the originator of the Project Gutenberg-tm concept of a library of electronic works that could be freely shared with anyone. For thirty years, he produced and distributed Project Gutenberg-tm eBooks with only a loose network of volunteer support. Project Gutenberg-tm eBooks are often created from several printed editions, all of which are confirmed as Public Domain in the U.S. unless a copyright notice is included. Thus, we do not necessarily keep eBooks in compliance with any particular paper edition. Most people start at our Web site which has the main PG search facility: https://www.gutenberg.org This Web site includes information about Project Gutenberg-tm, including how to make donations to the Project Gutenberg Literary Archive Foundation, how to help produce our new eBooks, and how to subscribe to our email newsletter to hear about new eBooks.